-Auglýsing-

Sjöunda tapið hjá Leipzig – Melsungen á sigurbraut

- Auglýsing -

Lítið rætist úr málum hjá Blæ Hinrikssyni og liðsfélögum í Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í gær steinlá Leipzig í heimsókn til MT Melsungen, 34:25, í áttundu umferð er leikið var í Rothenbach-Halle, heimavelli Melsungen. Leipzig rekur áfram lestina í deildinni og hefur aðeins náð einu stigi út úr fyrstu átta leikjum sínum.


Frammistaða Leipzig-liðsins í fyrri hálfleik var döpur. Liðið skoraði aðeins átta mörk og var tíu mörkum undir í hálfleik, 18:9. Þar með var leikurinn nánast tapaður þrátt fyrir mun betri frammistöðu í síðari hálfleik.

Blær stóð svo sannarlega fyrir sínu. Hann var markahæstur með átta mörk í 11 skotum auk þess sem hann átt eina stoðsendingu. Blær skoraði ekki mark úr vítakasti.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen sem komið er upp í áttunda sæti deildarinnar eftir erfiða byrjun í deildinni í haust.

Reynir Þór Stefánsson var ekki í leikmannahópi Melsungen-liðsins.


Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -