-Auglýsing-

Kolstad er efst – Íslendingar í Noregi

- Auglýsing -

Kolstad tyllti sér í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki í gær með öruggum sigri á ØIF Arendal, 42:30, í sjöttu umferð deildarinnar. Leikið var á heimavelli ØIF Arendal sem var sjö mörkum undir í hálfleik, 21:14. Kolstad hefur 12 stig eftir sex viðureignir. Elverum er í öðru sæti með 11 stig en hefur lokið sjö leikjum. Arendal er í sjötta sæti.


Dagur Gautason var markahæstur leikmanna ØIF Arendal. Hann skoraði sex mörk, þar af tvö úr vítaköstum.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk fyrir Kolstad og Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk auk tveggja stoðsendinga. Arnór Snær Óskarsson kom ekkert við sögu í leiknum. Sigurjón Guðmundsson varði tvö skot, 22% hlutfallsmarkvarsla.

Ísak Steinsson og liðsfélagar í Drammen HK töpuðu í heimsókn til Kristiansand TH í Aquarama í Kristjánssandi, 35:30. Ísak varði tvö skot, 10%, þann tíma sem hann var í marki Drammen-liðsins sem er í fjórða sæti með sjö stig

Héldu ekki út í síðari hálfleik

Í úrvalsdeild kvenna tapaði Fjellhammer fyrir Molde, 38:33, í Fjellhamar Arena og rekur áfram lestina í deildinni með eitt stig þegar fimm leikir eru að baki. Birta Rún Grétarsdóttir tók þátt í varnarleik Fjellhammer og var einu sinni vikið af leikvelli.

Fjellhammer var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19:17, en tókst ekki að halda út í síðari hálfleik gegn öflugu liði Molde.

Fyrsta tapið

Volda, með landsliðskonuna Dönu Björgu Guðmundsdóttur innanborðs, tapað í fyrsta sinn á leiktíðinni í næst efstu deild í gær. Volda beið lægri hlut fyrir Utleira, 33:31, á útivelli í jöfnum og spennandi leik.

Dana Björg skoraði sex mörk og var næst markahæst hjá Volda liðinu.

Volda situr í öðru sæti með átta stig eftir fimm leiki. Aker er efst með sín 10 stig.

  • Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -