Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er í úrvalsliði sjöundu umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið tekið saman eftir hverja umferð á opinberri heimasíðu dönsku úrvalsdeildanna. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Donni er í liði umferðarinnar á leiktíðinni en hann var einnig í liði 2. umferðar.
Donni skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í sjö marka sigri Skanderborg AGF á Bjerringbro/Silkeborg á heimavelli síðarnefnda liðsins, 35:28, á miðvikudagskvöld.
Skanderborg AGF er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir með 10 stig, fjórum stigum á eftir Aalborg Håndbold sem trónir á toppnum.
Er að gera það gott í Danmörku
Auk þess að vera tvisvar til þessa á leiktíðinni var Donni í liði úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og var m.a. valinn leikmaður mánaðarins í mars. Var það í fyrsta sinn í fimm ár sem íslenskur leikmaður hreppti hnossið.
