- Auglýsing -
Birna María Unnarsdóttir ungur leikmaður ÍBV skoraði glæsilegt mark gegn Haukum í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna á Ásvöllum í 5. umferð. Hún lék Söru Odden upp úr skónum og komst á auðan sjó og skoraði.
„Þetta er ökklabrjótur fyrir Söru Odden,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir sérfræðingur Handboltahallarinnar í þætti gærkvöldsins í sjónvarpi Símans þegar mark Birnu Maríu bar á góma.
„Þetta er geggjuð hreyfing,“ sögðu Rakel Dögg og Ásbjörn Friðriksson einum rómi um aðdraganda marks Birnu Maríu en þessi svokallaða hreyfing var eitt sinn kölluð finta en orðið hefur vikið fyrir enskum áhrifum tungunnar á síðustu árum.
- Auglýsing -