-Auglýsing-

Á köflum lékum við mjög vel, bæði í vörn og sókn

- Auglýsing -

„Ég var ánægður með frammistöðu okkar lengst af leiksins. Á köflum lékum við mjög vel, bæði í vörn og sókn,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í viðtali við handbolta.is í kvöld eftir 12 marka tap Fram fyrir FC Porto, 38:26, í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik. Leikið var í Lambhagahöllinnni.


„Þrátt fyrir að við fengum á okkur 38 mörk þá var margt gott hjá okkur. Leikur okkar losnaði upp síðustu 10 til 15 mínúturnar sem varð til þess að munurinn var nokkur þegar upp var staðið.

Ég hefði vilja fá meiri markvörslu. Varnarleikur okkar verðskuldaði fleiri varin skot. Ekki svo að skilja að það hafi orsakað þennan mun sem var þegar upp var staðið en ljóst er að markvörður Porto varði mjög vel,“ sagði Einar ennfremur.

„Allt er þetta talið saman þegar komið í alþjóðlega handbolta. Einnig voru tapaðir boltar of margir og stundum töpuðum við á klaufalegan hátt.

Engu að síður þá tek ég margt jákvætt úr leiknum,“ sagði Einar.

Lengra viðtal við Einar er í myndskeiði hér fyrir neðan.

Sjá einnig:

Tólf marka tap var óþarflega stórt

Evrópudeild karla “25 – riðlakeppni 32-liða – 1. umferð, úrslit

Við vorum seinir í gang – allt í lagi leikur hjá mér

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -