-Auglýsing-

Oddur skaraði fram úr í sjöttu umferð – tveir í þriðja sinn í úrvalsliðinu

- Auglýsing -

Oddur Gretarsson, hornamaður Þórs var valinn leikmaður 6. umferðar Olísdeildar karla þegar úrvalslið umferðarinnar var valið í uppgjörsþætti umferðarinnar, Handboltahöllinni. Oddur átti afar góðan leik er Þór og FH gerðu jafntefli, 34:34, í Kaplakrika. Oddur skoraði níu mörk í 11 skotum og var með sjö sköpuð færi.

Markahæsti leikmaður Olísdeildar, Bjarni Ófeigur Valdimarsson, var valinn í þriðja sinn í úrvalslið umferðarinnar og einnig Sigurður Jefferson Guarino úr HK.


Lið 6. umferðar Olísdeildar karla:

Hægra horn: Daníel Montoro, Val.
Hægri skytta: Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Miðjumaður: Ísak Logi Einarsson, Stjörnunni.
Vinstri skytta: Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA, 3*.
Vinsta horn: Oddur Gretarsson, Þór.
Línumaður: Kári Kristján Kristjánsson, Þór.
Markvörður: Róbert Örn Karlsson, HK.
Varnarmaður: Sigurður Jefferson Guarino, HK, 3*.

Þjálfari umferðarinnar: Ágúst Þór Jóhannsson, Val.

(*Hversu oft í liði umferðarinnar)

Leikmaður 6. umferðar: Oddur Gretarsson, Þór.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -