„Við náðum aldrei að finna taktinn í þessum leik. En að sama skapi eiga Færeyingarnir hrós skilið fyrir að gera sitt vel. Sóknarleikurinn var vel smurður hjá þeim. Því miður þá var þetta ekki okkar dagur,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskonan reynda í viðtali við handbolta.is eftir tapið fyrir Færeyingum, 24:22, í undankeppni EM í handknattleik í Lambhagahöllinni í kvöld.
„Við vorum að elta og jafna hvað eftir annað. Okkur tókst aldrei að komast yfir. Við náðum nokkrum köflum en tókst aldrei að halda dampi,“ sagði Thea Imani.
Lengra viðtal við Theu Imani er í myndskeiði hér fyrir neðan.
Næsti leikur íslenska landsliðsins í undankeppninni verður gegn Portúgal ytra á sunnudaginn kl. 16.
Undankeppni EM kvenna ”26: Úrslit leikja
Tap fyrir Færeyingum í upphafsleik undankeppni EM