Landslið Íslands tapaði fyrir færeyska landsliðinu í fyrsta leik undankeppni EM kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í gærkvöld, 24:22, eftir jafna stöðu í hálfleik, 11:11. Leikurinn var sá fyrsti af sex í undankeppninni sem lýkur í apríl á næsta ári. Lokakeppni EM fer fram í Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Tékklandi og Tyrklandi 3. til 20. desember 2026.
Tap fyrir Færeyingum í upphafsleik undankeppni EM
Undankeppni EM kvenna ”26: Úrslit leikja
Auk Íslands og Færeyja eiga Svartfjallaland og Portúgal lið í 4. riðli undankeppninnar. Næsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn portúgalska landsliðinu í Matosinhos, í útjaðri Porto á sunnudaginn. Flautað verður til leiks klukkan 16. Viðureignin verður send út á RÚV.
A-landslið kvenna – fréttasíða.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari hitaði upp fyrir heimsmeistaramót kvenna í handknattleik í næsta mánuði og mætti með myndavélar sínar í Lambhagahöllina í gærkvöld. Hér fyrir neðan er hluti þeirra mynda Hafliði frá leiknum.
































