- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sækja nýliðarnir sigur til Moskvuborgar?

Bruna de Paula leikmaður Metz, t.v. og Kelly Vollebregt hjá Odense í leik liðanna í Óðinsvéum í gær Meistaradeildinni þegar frönsku meistararnir lögðu þá dönsku, 27:21. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Annari umferð í Meistaradeild kvenna lýkur í dag með tveimur leikjum þegar að Buducnost tekur á móti Dortmund annars vegar og CSKA mætir nýliðum Kastamonu frá Tyrklandi.

A-riðill

Buducnost – Dortmund | Sunnudagur kl. 14.00 | Beint á EHFTV

  • Buducnost, sem tapaði gegn Podravka um síðustu helgi, hefur ekki tapað fyrstu tvemur leikjum í Meistaradeildinni frá tímabilinu 2009/10.
  • Svartfellska liðinu vantar einn sigurleik í viðbót til þess að ná 150 sigurleikjum í Meistaradeildinni. Aðeins ungverska liðið Györ hefur rofið 150 leikja sigurmúrinn. Györ hefur unnið 177 leiki í sögu Meistaradeildarinnar.
  • Lið sömu félaga mættust í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og þá hafði Buducnost betur í báðum viðureignum, 31-27, á heimavelli og 28-26 í Þýskalandi.

B-riðill

CSKA – Kastamonu | Sunnudagur kl. 12.00 | Beint á EHFTV

  • CSKA sem var nýliði á síðustu leiktíð og komst alla leið í Final4 leikur í dag sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í  Meistaradeildinni á þessari leiktíð en viðureigninni við Metz um síðustu helgi var frestað.
  • Tyrkneska liðið vonast til þess að ná í sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í dag en það tapaði  fyrir Odense um síðustu helgi.
  • Bæði lið hafa rúmenska þjálfara. Florentin Pera er hjá CSKA og Costica Buceschi þjálfar Kastamonu.
  • Bæði lið voru með konu á stóli þjálfara á síðustu leiktíð. Helle Thomsen þjálfaði Kastamonu og Olga Akopyan þjálfaði CSKA síðustu vikur tímabilsins eftir að Dananum Jan Leslie var óvænt sagt upp.


Úrslit leikja í gær:

CSM Búkarest – Roston-Don 27:30.
FTC (Ferencvaros) – Podravka 33:27.
Odense – Metz 21:27.
Brest Bretagne – Esbjerg 26:23.
Krim – Györ 26:31.
Vipers Kristiansand – Sävehof 34:25.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -