-Auglýsing-

Snorri Steinn hefur valið Þýskalandsfarana

- Auglýsing -

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur valið 17 manna hóp til þess að tefla fram í tveimur vináttuleikjum við þýska landsliðið, í Þýskalandi 30. október í Nürnberg og 2. nóvember í München. Landsliðshópurinn kemur saman í München í Bæjaralandi á mánudaginn og verður við æfingar í kringum leikina tvo.


Ágúst Elí Björgvinsson markvörður Ribe-Esjerg kemur inn í hópinn eftir langa fjarveru og verður þriðji markvörðurinn. Ísak Steinsson markvörður Drammen sem var í liðinu síðasta vetur og í vor er ekki í hópnum að þessu sinni.

Ágúst Elí Björgvinsson t.h. er í landsliðshópnum sem valinn var í dag. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Janus Daði Smárason getur ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Þá er Bjarki Már Elísson utan hópsins en í hans stað er Stiven Tobar Valencia valinn.


Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (52/3).
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (284/26).
Viktor Gísli Hallgrímsson, Barcelona (70/2).

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (103/107).
Einar Þorsteinn Ólafsson, HSV Hamburg (23/7).
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (60/130).
Elvar Örn Jónsson, SC Magdeburg (89/205).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Madgeburg (71/155).
Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen (44/64).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (54/162)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (90/325).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon (28/86).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (85/230).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (20/23).
Viggó Kristjánsson, HC Erlangen (69/211).
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf! Göppingen (104/47).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (17/34).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -