Kristján Örn Kristjánsson, Donni, fór hamförum með Skanderborg AGF í dag þegar liðið vann TMS Ringsted, 33:28, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Donni skoraði 12 mörk í 15 skotum, ekkert úr vítakasti, gaf fjórar stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli.
Donni, ásamt Magnis Petersen markverði Skanderborg, lagði grunn að sigrinum og þar með áframhaldandi veru Skanderborgarliðsins í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á eftir Aalborg, sem vann Fredericia, 38:20, í dag, og Mors-Thy.
Guðmundur Bragi Ástþórsson var næst markahæstur leikmanna TMS Ringested með fimm mörk í átta skotum, þar af var eitt úr vítakasti. Ísak Gústafsson skoraði tvö mörk í fimm skotum og átti tvær stoðsendingar. Guðmundur Bragi átti eina stoðsendingu.
Staðan dönsku úrvalsdeildinni: