Ásgeir Snær Vignisson tryggði Víkingi sigur á Herði, 33:32, er hann skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok í viðureign liðanna í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði í gær. Með sigrinum endurheimti Víkingur efsta sæti Grill 66-deildar karla sem Gróttumenn höfðu vermt í innan við sólarhring eftir dramatískan sigur á Fjölni á föstudagskvöld.
Einn leikur stendur fyrir dyrum í Grill 66-deild karla í dag þegar HBH og Hvíti riddarinn mætast í Vestmannaeyjum kl. 13.15.
Auk viðureignarinnar á Torfnesi þá fóru tveir leikir fram í Grill 66-deild karla í gær.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Hörður – Víkingur 32:33 (14:14).
Mörk Harðar: Sérgio Barros 12, Endijs Kusners 8, Jose Esteves Lopes Neto 7, Guilherme Carmignoli De Andrade 2, Shuto Takenaka 2, Petr Hlavenka 1.
Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 11.
Mörk Víkings: Ísak Óli Eggertsson 7, Sigurður Páll Matthíasson 6, Ásgeir Snær Vignisson 5, Kristófer Snær Þorgeirsson 4, Rytis Kazakevicius 4, Kristján Helgi Tómasson 3, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 2, Felix Már Kjartansson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 8.
Haukar 2 – Fram 2 29:26 (14:14).
Mörk Hauka 2: Helgi Marinó Kristófersson 8, Bóas Karlsson 4, Daníel Wale Adeleye 4, Daníel Máni Sigurgeirsson 3, Jónsteinn Helgi Þórsson 3, Egill Jónsson 3, Jón Karl Einarsson 3, Sigurður Bjarmi Árnason 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 15.
Mörk Fram 2: Eiður Rafn Valsson 6, Egill Skorri Vigfússon 5, Sigurður Bjarki Jónsson 5, Tindur Ingólfsson 4, Alex Unnar Hallgrímsson 3, Gabríel Jónsson Kvaran 2, Kristófer Tómas Gíslason 1.
Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 7.
HK 2 – Selfoss 2 36:27 (16:18).
Mörk HK 2: Örn Alexandersson 15, Kristófer Stefánsson 9, Ingibert Snær Erlingsson 7, Styrmir Hugi Sigurðarson 2, Mikael Máni Weisshappel Jónsson 2, Viktor Bjarki Einarsson 1.
Varin skot: Egill Breki Pálsson 3, Patrekur Jónas Tómasson 3.
Mörk Selfoss 2: Anton Breki Hjaltason 10, Aron Leo Guðmundsson 6, Dagur Rafn Gíslason 4, Skarphéðinn Steinn Sveinsson 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Dagbjartur Máni Björnsson 2, Jón Valgeir Guðmundsson 2, Ragnar Hilmarsson 2, Guðjón Óli Ósvaldsson 2, Bjarni Valur Bjarnason 1, Kristján Emanuel Kristjánsson 1.
Varin skot: Ísak Kristinn Jónsson 5, Einar Gunnar Gunnlaugsson 4.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.