- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Naumt tap í háspennuleik í Matosinhos

- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði með eins marks mun fyrir portúgalska landsliðinu, 26:25, í Senhora da Hora í Matosinhos í úthverfi Porto í Portúgal. Leikurinn var liður í annarri umferð undankeppni EM 2026. Að leiknum loknum er íslenska landsliðið án stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðli fjögur í undankeppninni.


Portúgalska liðið var með yfirhöndina frá byrjun til enda. Íslenska liðið komast aldrei yfir. Síðasti möguleikinn til þess að komast yfir rann liðinu úr greipum 45 sekúndum fyrir leikslok þegar Dana Björg Guðmundsdóttir skaut yfir markið úr opnu færi, nærri miðju marki. Portúgalska liðið skoraði sigurmark sitt úr vítakasti 15 sekúndum fyrir leikslok. Ísland átti síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana í nyt.

Slæm nýting marktækifæra varð íslenska liðinu fjötur um fót í þessum leik eins og í viðureigninni við Færeyinga á miðvikudagskvöld.

Staðan í hálfleik var 14:13, Portúgal í vil eftir að mark var dæmt af íslenska liðinu á síðustu sekúndu. Mark sem Katrín Tinna Jensdóttir skoraði. Leikklukkan og flautan í íþróttahúsinu virtust ekki slá í sama takt og svo virtist sem ein sekúnda væri eftir þegar Katrín Tinna skoraði. Hvorki dómurum né frönsku eftirlitskonunni var haggað. Markið fékk ekki að standa.

Fleiri atriði í dómgæslunni orkuðu tvímælis eins og til dæmis brottrekstur á Elínu Klöru 13 mínútum fyrir leikslok í jafnri stöðu, 20:20. Svo var að sjá að engin snerting hafi átt sér stað en dómararnir sáu eitthvað sem aðrir sáu ekki.


Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 7, Sandra Erlingsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Andrea Jacobsen 2, Dana Björg Guðmundsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 12/1, 33% – Sara Sif Helgadóttir 4, 66,6%.

Mörk Portúgal: Joana Dos Santos Resende 6, Casrmen Filipa Claudio Figueiredo 6, Patricia Rodrigues 4, Constança Ramos Sequeira 2, Rita Bento Campos 2, Nádia Priscila Rodrigues 2, Anaís Isabelle Freitas Gouveia 1, Patrícia Andreia Da Silva Lima 1, Beatriz Fabiana Faria Sousa 1, Mihaela Oana Minciuna 1.
Varin skot: Jessica Romina Vargas Ferreira 13, 35,1% – Matilde Felicio Costa Rosa 0.

Undankeppni EM kvenna ”26: Úrslit leikja

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -