Liðsmenn Hvíta riddaranna kunna vel við sig á útivöllum. Á því varð engin breyting í gær þegar þeir sóttu ungliðana í HBH heim til Vestmannaeyja. Niðurstaðan leiksins varð sú að Hvíti riddarinn fagnaði þriðja sigrinum á útivelli á leiktíðinni, 25:20, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 11:10.
Hvíti riddarinn hefur þar með sex stig að loknum sjö leikjum en liðið hefur enn ekki farið með sigur út býtum á heimavelli. HBH er með tvö stig úr sjö leikjum.
Mörk HBH: Ívar Bessi Viðarsson 9, Andri Snær Andersen 3, Andri Erlingsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Andri Magnússon 1, Bogi Guðjónsson 1, Heimir Halldór Sigurjónsson 1, Ólafur Már Haraldsson 1.
Varin skot: Gabríel Ari Davíðsson 8.
Mörk Hvíta riddarans: Aron Valur Gunnlaugsson 6, Daníel Bæring Grétarsson 5, Andri Freyr Friðriksson 4, Leó Halldórsson 3, Brynjar Búi Davíðsson 3, Adam Ingi Sigurðsson 2, Kristján Andri Finnsson 2.
Varin skot: Eyþór Einarsson 9.