- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Magdeburg fór örugglega áfram í bikarkeppninni

- Auglýsing -

Magdeburg varð í kvöld síðasta liðið til þess að komast í 16-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik karla. Liðið sótti heim og lagði Dessau-Rosslauer HV 06, 44:34, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 19:15.


Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá Magdeburg með átta mörk, öll úr vítaköstum. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrisvar og átti tvær stoðsendingar. Elvar Örn Jónsson skoraði ekki en átti eina stoðsendingu auk þess að koma við sögu í varnarleiknum. Daninn Magnus Saugstrup skoraði sjö mörk.

Yannick Danneberg skoraði 10 mörk fyrir Dessau-Rosslauer HV 06 sem er í hópi efstu liða í næst efstu deild.

Viðureignin fór svo seint fram vegna þess að Magdeburg var að leika á heimsmeistaramóti félagsliða í Kaíró þegar aðrar viðureignir 32-liða úrslita fóru fram.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -