Kristófer Tómas Gíslason leikmaður Fram 2 var eini leikmaðurinn sem úrskurðaður var í leikbann á vikulegum fundi aganefnda HSÍ í gær. Kristófer Tómas hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklega hættulegrar aðgerðar í leik Hauka 2 og Fram 2 í Grill 66 deild karla þann 18.10.2025. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a) og því vart hjá því komist að úrskurða pilt í eins leiks bann.
Gústaf Logi Gunnarsson leikmaður Hauka 2 og Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals í Olísdeilinn, sem einnig voru útilokaðir í kappleikjum liða sinna í síðustu viku, sleppa við leikbann. Þeirra brot voru annars eðlis en Kristjáns Tómas og falla undir reglur 8:5 a). og 8:5 c). Gústaf Logi og Magnús Óli er beðnir um að hafa hafa á bak við eyrað hver viðurlög eru af áhrifum stighækkandi útlokana.