Þórsarar unnu sinn fyrsta leik síðan í 1. umferð í kvöld þegar þeir lögðu Selfyssinga, 31:28, á heimavelli í upphafsleik 8. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15. Með sigrinum sendi Þór leikmenn Selfoss niður í næst neðsta sæti deildarinnar. Selfoss er með fimm stig, stigi á eftir Þór í 10. sæti.
Leikmenn Þórs gerðu út um leikinn með öflugum leik framan af síðari hálfleik. Þeir náðu mest sjö marka forskoti, 26:19, rétt upp úr miðjum hálfleiknum. Það bil tókst Selfyssingum aldrei að brúa.
Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 8, Oddur Gretarsson 8, Aron Hólm Kristjánsson 3, Hákon Ingi Halldórsson 3, Igor Chiseliov 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Þormar Sigurðsson 2, Halldór Kristinn Harðarson 1.
Varin skot: Nikola Radovanovic 10.
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 7, Anton Breki Hjaltason 5, Hákon Garri Gestsson 4, Jason Dagur Þórisson 4, Gunnar Kári Bragason 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1, Sölvi Svavarsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 6, Philipp Seidemann 4.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.




