Segja má að Valsmenn hafi sloppið með skrekkinn í viðureign sinni við ÍR í Olísdeild karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda. Valur vann með eins marks mun, 36:35, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 21:13. ÍR-ingar léku hinsvegar afar vel í síðari hálfleik og saumuðu hressilega að Valsmönnum með Bernard Kristján Owusu Darkoh í fararbroddi. Hann skoraði 13 mörk í leiknum.
ÍR rekur áfram lestina með eitt stig. Valur laumaðist hinsvegar upp í annað sæti, a.m.k. í bili með sín 10 stig.
Hálfri annarri mínútu fyrir leikslok, í stöðunni 36:34, fékk Baldur Fritz Bjarnason rautt spjald eftir að það kastaðist í kekki á milli hans og Þorvaldar Arnar Þorvaldssonar leikmanns Vals meðan ÍR-ingar voru í sókn. Þar með fór broddur úr sóknarleik ÍR-inga á lokasprettinum eftir að þeir höfðu jafnt og þétt unnið upp forskot Valsara sem virtust vera með trausta stöðu þegar síðari hálfleikur hófst gegn botnliðinu.
Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 11, Gunnar Róbertsson 8/1, Daníel Montoro 7, Dagur Árni Heimisson 4, Andri Finnsson 3, Daníel Örn Guðmundsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13, 27,1%.
Mörk ÍR: Bernard Kristján Owusu Darkoh 13, Baldur Fritz Bjarnason 7/3, Jökull Blöndal Björnsson 6, Eyþór Ari Waage 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Róbert Snær Örvarsson 2, Nathan Doku Helgi Asare 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 12/1, 29,3% – Alexander Ásgrímsson 1, 12,5%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.




