Báðir vináttulandsleikir Þýskalands og Íslands í handknattleik karla sem fram fara í Þýskalandi á næstu dögum verða sendir út beint í sjónvarpi á RÚV2. Fyrri viðureignin verður í Nürnberg á fimmtudaginn. Útsending hefst klukkan 18.30.
Síðari leikurinnn fer fram í München á sunnudaginn. Útsending hefst klukkan 16.15.
Íslenska landsliðið kemur saman í München í dag og verður þar við æfingar næstu daga auk leikjanna tveggja. Æfingarnar og leikirnir eru fyrsti liður í undirbúningi beggja landsliða fyrir Evrópumótið sem fram fer í janúar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Landsliðin hafa ekki komið saman til æfinga síðan í maí.
Íslenski hópurinn – Snorri Steinn hefur valið Þýskalandsfarana
Þýski hópurinn – Tveir nýliðar í ungum hóp sem Alfreð valdi fyrir leikina gegn Íslandi




