- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U18 ára landsliðið fer til Danmerkur

Mynd/EHF
- Auglýsing -

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U-18 ára landsliðs kvenna hafa valið 16 leikmenn sem taka þátt í tveimur vináttulandsleikjum við Dani ytra 8. og 9. október nk.

Leikirnir við Dani eru til undirbúnings fyrir umspilskeppni sem fram fer í lok nóvember þar sem bitist verður um sæti í A-deild EM 2023.


Liðið hefur æfingar laugardaginn 4. okótber og fer til Danmerkur þremur dögum síðar. Leikirnir við Dani fara fram 8. og 9. október en hópurinn heldur aftur heim 10. október.


Hluti hópsins skipaði U17 ára landsliðið sem hafnaði í öðru sæti í B-deild Evrópumótsins sem haldið var í Litáen í fyrri hluta ágúst.

„Við gerðum nokkrar breytingar á hópnum frá EM í ágúst til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri og um leið er möguleiki fyrir okkur þjálfarana að sjá fleiri leikmenn í alvöru leikjum. Danir eru með frábært lið sem endaði í fjórða sæti í A-deild EM í sumar. Það verður því skemmtilegt og fróðlegt fyrir okkur að sjá hvar við stöndum gegn sterku liði Dana,“ sagði Ágúst Þór þjálfari við handbolta.is í dag.


Markverðir:
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Ísabella Schöbel Björnsdóttir, ÍR.
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir, HK.
Amelía Einarsdóttir, ÍBV.
Aníta Eik Jónsdóttir, HK.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum.
Elísa Elíasdóttir, ÍBV.
Embla Steindórsdóttir, HK.
Hildur Sigurðardóttir, Val.
Inga Dís Jóhannsdóttir, HK.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu.
Lilja Ágústsdóttir, Val.
Sara Dröfn Ríkharðsdóttir, ÍBV.
Thelma Melsted Björgvinsdóttir, Haukum.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss.
Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV.

Starfslið:
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari.
Árni Stefán Guðjónsson, aðstoðarþjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markmannsþjálfari.
Silja Rós Theodórsdóttir, sjúkraþjálfari.
Guðríður Guðjónsdóttir, liðsstjóri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -