Sara Dögg Hjaltadóttir var valin leikmaður 7. umferðar Olísdeildar kvenna af Handboltahöllinni, vikulegum þætti um Olísdeildirnar sem er á dagskrá hvert mánudagskvöld. Þetta er í annað sinn sem Sara Dögg er valin besti leikmaður umferðarinnar. Hún hreppti einnig hnossið í fimmtu umferð. Sara Dögg skoraði 9 mörk í 13 skotum, var með sjö sköpuð færi og sex lögleg stopp í vörninni.
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, og Sara Dögg eru í fjórða sinn í liði umferðarinnar á leiktíðinni í Olísdeildinni. Fjórir leikmenn eru í fyrsta skipti í liði umferðarinnar.
Grétar Áki Andersen þjálfari umferðarinnar í annað sinn á leiktíðinni.
Lið 7. umferðar Olísdeildar kvenna:
Hægra horn: Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val, 2*.
Hægri skytta: Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, 4*.
Miðjumaður: Sara Dögg Hjaltadóttir, ÍR, 4*.
Vinstri skytta: Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR.
Vinsta horn: Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum, 2*.
Línumaður: Elísa Elíasdóttir, Val.
Markvörður: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir, Stjörnunni.
Varnarmaður: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram.
Þjálfari umferðarinnar: Grétar Áki Andersen, ÍR, 2*.
(*Hversu oft í liði umferðarinnar)
Leikmaður 7. umferðar: Sara Dögg Hjaltadóttir, ÍR, 2*.
(*Hversu oft í valin leikmaður umferðarinnar)
Handboltahöllin: Sjónum beint að Matthildi og Söru




