- Auglýsing -
Aganefnd hefur úrskurðað Hallgrím Jónasson aðstoðarþjálfara kvennaliðs Stjörnunnar í tveggja leikja bann eftir því sem fram kemur í tilkynningu aganefndar í dag. Þar segir að Hallgrímur hafi hegðað sér mjög ódrengilega að loknum leik Stjörnunnar og KA/Þór í Olísdeild kvenna síðasta laugardag.
Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a).
„Með úrskurði aganefndar dags. 04.11.2025 var Stjörnunni gefið færi á að skila greinargerð áður en ákvörðun yrði tekin um viðurlög vegna málsins.
Greinargerð barst frá ekki,“ segir í úrskurði aganefndar í dag.
Leikbannið tekur gildi á morgun, fimmtudaginn 6. nóvember.
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 05.11. ’25
- Auglýsing -



