- Auglýsing -
Patrekur Smári Arnarsson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2028. Patrekur er fæddur árið 2008 og er uppalinn ÍR-ingur. Hann þykir bráðefnilegur línumaður og er öflugur á báðum endum vallarins.
Patrekur hefur einnig verið viðloðinn yngri landslið Íslands og var með annars fyrirliði U-17 ára landsliðsins sem vann til gullverðlauna á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í sumar.
„Við ÍR-ingar erum kampakátir með framlengingu Patreks enda algjör framtíðarmaður í okkar unga og efnilega liði,“ segir í tilkynningu ÍR.
- Auglýsing -




