- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Þýski bikarinn: Fjögur Íslendingalið fóru áfram

- Auglýsing -

Bergischer HC, MT Melsungen, SC Magdeburg og Leipzig komust áfram af hinum svokölluðu Íslendingaliðum í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í karlaflokki í kvöld. Gummersbach, Hannover-Burgdorf, Nordhorn-Lingen og Elblorenz féllu úr leik en Íslendingar koma við sögu í þeim liðum einnig.

Tvíframlengja varð viðureign Bergischer HC og Hannover-Burgdorf til þess að knýja fram hreinar línur. Að lokum vann Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar við annan mann, með tveggja marka mun, 40:38.

Blær Hinriksson og liðsfélagar unnu 2. deildarliðið Nordhorn-Lingen með eins marks mun á útivelli, 28:27, eftir að hafa stígið krappan dans.

Úrslit kvöldsins:

Elbflorenz – MT Melsungen 30:32 – eftir framlengingu.
-Viktor Petersen Norberg skoraði 2 mörk átti eina stoðsendingu fyrir Elbflorenz.
-Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk fyrir MT Melsungen.

Lemgo – Gummersbach 30:27.
-Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach en Teitur Örn Einarsson ekkert. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.

Großwallstadt – SC Magdeburg 27:45.
-Ómar Ingi Magnússon skoraði 4 mörk og átti eina stoðsendingu, Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 3 mörk og gaf 5 stoðsendingar og Elvar Örn Jónsson skoraði 1 marka og átti 1 stoðsendingu. Allir leika þeir með SC Magdeburg.

Nordhorn-Lingen – Leipzig 27:28.
-Elmar Erlingsson skoraði ekki mark fyrir Nordhorn.
-Blær Hinriksson skoraði 3 mörk fyrir fyrir Leipzig.

Bergischer – H.Burgdorf 40:38 – tvíframlengt.
-Arnór Þór Gunnarsson er þjálfari Bergischer HC.
-Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.


Balingen Weilstetten – THW Kiel 36:41.
Stuttgart – Flensburg 29:35.

Füchse Berlin og Eisenach mætast á morgun í síðasta leik 16-liða úrslita.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -