- Auglýsing -
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í sjö skotum þegar lið hans Kadetten Schaffhausen vann HC Kriens-Luzern á heimavelli í A-deildinni í handknattleik í Sviss í gærkvöld. Óðinn Þór og félagar hafa yfirburði í deildinni, 24 stig eftir 12 leiki og eru sex stigum á undan Pfadi Winterthur.
- Arnór Viðarsson og liðsmenn HF Karlskrona voru fyrstir til að komast í undanúrslit í sænsku bikarkeppninni í gærkvöld. Karlskrona lagði IK Sävehof, 35:30, á heimavelli og samanlagt með eins marks mun, 70:69, í tveimur viðureignum.
- Arnór var næst markahæstur hjá Karlskrona með sjö mörk. Birgir Steinn Jónsson var ekki á meðal þeirra sem skoruðu fyrir Sävehof.
- Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fimm mörk, tvö þeirra úr vítaköstum, í sex marka sigri IK Sävehof á IF Hallby HK, 31:25, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gær. IK Sävehof hefur fjögurra stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig eftir sjö leiki.
- Í úrvalsdeild karla í Svíþjóð vann IFK Kristianstad liðsmenn IF Hallby HK, 35:21, á heimavelli. Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir IFK Kristianstad sem er í 3. sæti.
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk í 12 marka tapi Amo HK í heimsókn til Helsingborg, 40:28. Amo HK er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar af 14 liðum.
- Stöðuna í mörgum deildum evrópsk handknattleik er að finna hér.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -



