Arnar Daði Arnarsson mun starfa með Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar út þetta keppnistímabil. Þetta hefur Handkastið samkvæmt heimildum í frétt í gærkvöld. Fullvíst er að þær heimildir séu bærilega öruggar enda er Arnar Daði annar ritstjóra Handkastsins.
Hanna Guðrún starfaði með Patreki Jóhannessyni sem hætti þjálfun Stjörnunnar í síðustu viku. Undir stjórn Hönnu Guðrúnar hreppti Stjarnan sitt fyrsta stig í Olísdeild kvenna síðasta laugardag í jafnteflisleik við KA/Þór í Hekluhöllinni.
Arnar Daði er þrautreyndir þjálfari og þekkir vel til innviða hjá Stjörnunni en hann er þegar aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Handkastið segir Arnar Daða halda áfram starfi sínu hjá karlaliði Stjörnunnar samhliða samstarfinu við Hönnu Guðrúnu hjá kvennaliðinu.
Stjarnan sækir ÍR heim í Skógarsel á laugardaginn klukkan 15.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Uppfært: Á öðrum tímanum í dag staðfesti Stjarnan fréttina.



