- Auglýsing -
Í síðasta þætti Handboltahallarinnar voru skoðuð tvö keimlik leikbrot og velt upp hvort of vægt væri tekið á þeim. Fyrir bæði var refsað með tveggja mínútna brottvísun varnarmanna. Báðir sóknarmenn, sem brotið er á, skella harkalega í gólfið.
Hörður Magnússon umsjónarmaður Handboltahallarinnar og sérfræðingarnir Einar Ingi Hrafnsson og Vignir Stefánsson fóru yfir málin eins og sjá má í myndskeiði hér fyrir neðan.
Handboltahöllin er vikulegur þáttur um handbolta þar sem leikir Olísdeildar kvenna og karla eru krufnir til mergjar. Handboltahöllin er í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans hvert mánudagskvöld.
- Auglýsing -




