Afturelding situr ein í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir sigur á FH, 25:23, í Myntkaup-höllinni að Varmá í kvöld. Mosfellingar hafa tveggja stiga forskot á Hauka sem mæta Þór á Ásvöllum annað kvöld.
Aftureldingarliðið var tveimur mörkum undir í hálfleik, 13:11, eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var varnarleikur heimamanna sérlega góður sem lagði grunn að viðsnúningi og fjögurra marka forskoti þegar rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka, 21:17. Daníel Freyr Andrésson markvörður kastaði líflínu til samherja sinna síðustu 10 mínúturnar með stórleik. Þeir nýttu ekki líflínu Daníels Freys og var mislagðar hendur í sóknarleiknum. Leikmenn Aftureldingar fögnuðu góðum sigri.
Einar og Sveinur með
Einar Baldvin Baldvinsson mætti í mark Aftureldingar á ný eftir meiðsli auk þess sem Sveinur Ólafsson lék með eftir að hafa verið frá í nokkrar vikur vegna nefbrots.
Ævar Smári Gunnarsson reyndist FH-ingum erfiður að þessu sinni með þrumufleygum sínum.
Kunni vel við sig í Valstreyjunni á ný
Arnór Snær Óskarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Val í rúm tvö ár og naut þess að leika í Valstreyjunni. Hann átti stórleik í níu marka sigri Valsara á Fram í Lambhagahöllinni, 36:27. Arnór Snær skoraði 11 mörk í 13 skotum og var með þrjú sköpuð færi. Ljóst er að heimkoma hans var frá Noregi getur gjörbreytt Valsliðinu.
Mátti ekki vera með
Framarar eru áfram með laskaða sveit og áttu þar af leiðandi erfitt uppdráttar. Margir eru frá vegna meiðsla eins og áður. Til að bæta gráu ofan á svart mátti Viktor Sigurðsson ekki leika með Framliðinu í kvöld en það mun hafa verið hluti af samkomulagi á milli félaganna þegar Viktor kom til Fram á dögunum að hann tæki ekki þátt í viðureign gegn sínum fyrri samherjum.
Róbert Örn átti stórleik
Róbert Örn Karlsson markvörður HK átti stórleik í Sethöllinni á Selfossi þegar HK-ingar unnu Selfyssinga, 32:29. Róbert Örn varði 17 skot, mörg úr opnum færum, og reyndist leikmönnum Selfoss afar erfiður. Haukur Ingi Hauksson var einnig frábær í liði HK með 11 mörk og Ágúst Guðmundsson skoraði níu mörk.
HK var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13. Kópavogsliðið var með yfirhöndina í síðari hálfleik en Selfoss-liðið var aldrei langt undan. Sex mínútum fyrir leikslok jafnaði Selfoss loks muninn, 27:27. Lengra komust heimamenn ekki. Í næstu sókn HK vann liðið vítakast og brottrekstur á Sverri Pálsson leikmann Selfoss. Liðsmuninn nýtti HK til þess að ná yfirhöndinni á nýjan leik. Leikmenn Selfoss áttu þess kost að jafna metin á ný en voru ýmist mislagaðar hendur í sókninni eða þá að Róbert Örn lagði stein í götu þeirra.
Fjórði sigurinn í fimm leikjum
HK vann sinn fjórða leik af síðustu fimm og hefur aðeins fjarlægst allra neðstu liðin með átta stig í áttunda sæti. Stjarnan er stigi á eftir og á leik til góða við KA nyrðra annað kvöld.
Jafntefli í Skógarseli
ÍR-ingar unnu sitt annað stig í Olísdeildinni í kvöld þegar þeir skildu jafnir, 36:36, frá viðureign við vængbrotið lið ÍBV sem er með fjóra leikmenn í meiðslum og einn í leikbanni. Í jöfnum leik í Skógarseli þá áttu bæði lið möguleika á að skora á síðustu mínútunum en allt kom fyrir ekki þrátt fyrir leikhlé.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Afturelding – FH 25:23 (11:13).
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 7, Ævar Smári Gunnarsson 7, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Oscar Sven Leithoff Lykke 3, Kristján Ottó Hjálmsson 2, Harri Halldórsson 1, Haukur Guðmundsson 1, Ihor Kopyshynskyi 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 14.
Mörk FH: Ómar Darri Sigurgeirsson 7, Símon Michael Guðjónsson 6, Kristófer Máni Jónasson 3, Garðar Ingi Sindrason 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Birgir Már Birgisson 1, Ingvar Dagur Gunnarsson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 11, Daníel Freyr Andrésson 6.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Fram – Valur 27:36 (14:21).
Mörk Fram: Theodór Sigurðsson 8/4, Max Emil Stenlund 5, Kjartan Þór Júlíusson 3, Tindur Ingólfsson 3, Ívar Logi Styrmisson 3, Dagur Fannar Möller 2, Eiður Rafn Valsson 2, Arnþór Sævarsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 12, 28,6% – Breki Hrafn Árnason 0.
Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 11/2, Dagur Árni Heimisson 6/2, Magnús Óli Magnússon 5, Dagur Leó Fannarsson 4, Björgvin Páll Gústavsson 3, Daníel Örn Guðmundsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Allan Norðberg 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1, Andri Finnsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13/1, 35,1% – Jens Sigurðarson 6/1, 66,7%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Selfoss – HK 29:32 (13:16).
Mörk Selfoss: Tryggvi Sigurberg Traustason 8/6, Elvar Elí Hallgrímsson 4, Hákon Garri Gestsson 4, Sölvi Svavarsson 3, Anton Breki Hjaltason 2, Árni Ísleifsson 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Jason Dagur Þórisson 2, Guðjón Óli Ósvaldsson 1, Gunnar Kári Bragason 1.
Varin skot: Philipp Seidemann 7, Alexander Hrafnkelsson 2, 12,5%.
Mörk HK: Haukur Ingi Hauksson 11, Ágúst Guðmundsson 9/2, Leó Snær Pétursson 3, Sigurður Jefferson Guarino 3, Tómas Sigurðarson 2, Styrmir Máni Arnarsson 1, Hjörtur Ingi Halldórsson 1, Örn Alexandersson 1, Andri Þór Helgason 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 16/1, 37,2% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 0.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
ÍR – ÍBV 36:36 (18:19).
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 13/4, Bernard Kristján Owusu Darkoh 11, Jökull Blöndal Björnsson 6, Róbert Snær Örvarsson 3, Örn Kolur Kjartansson 2, Eyþór Ari Waage 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 13/1, 27,1%.
Mörk ÍBV: Sveinn José Rivera 7, Andri Erlingsson 7, Dagur Arnarsson 5/2, Gabríel Martinez Róbertsson 5, Egill Oddgeir Stefánsson 3, Róbert Sigurðarson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Haukur Leó Magnússon 1, Anton Frans Sigurðsson 1, Ísak Rafnsson 1.
Varin skot: Morgan Goði Garner 9.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.



