Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik tilkynnti í dag keppnishópinn fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í lok mánaðarins. Hann segir áskoranirnar hafa verið nokkrar áður en lokahópurinn var tilkynntur en í hópnum eru 16 leikmenn. M.a. hvort hann ætti að hafa 16 eða 18 leikmenn með en oftar en ekki hafa fleiri verið í lokahóp stórmóts.
Fjórar fara á stórmót í fyrsta sinn – HM-hópurinn valinn
Arnar segir það ekki vera af fjárhagslegum ástæðum sem hann kýs að fara með 16 leikmenn en ekki 18.
Aðal hafsentaparið (miðjan í vörn) á HM fyrir tveimur árum voru Didda og Sunna [Hildigunnur Einarsdóttir og Sunna Jónsdóttir] og á EM í fyrra voru Steinunn [Björnsdóttir] og Berglind [Þorsteinsdóttir] helst í því hlutverki. Enginn þeirra er með núna.
Fimm sem verða í startholunum
„Ferðalagið er þægilegt og það á ekki taka meira en sólarhring ef við þurfum að kalla inn leikmann í hópinn. Ég horfi líka til þess tíma sem við verðum úti og það var mat mitt að betra væri að leikmenn yrðu eftir heima og æfðu af krafti með sínum félagsliðum og séu í toppstandi ef kallið kemur,“ segir Arnar sem hefur rætt við fimm leikmenn um að vera í startholunum ef þörf verður á.
Ekki ákjósanlegt
Níu breytingar eru á hópnum í dag frá HM fyrir tveimur árum og átta breytingar síðan á EM fyrir ári. Arnar segir ekki ákjósanlegt að svo miklar breytingar eigi sér stað á milli ára en við sumum breytinganna sé lítið að gera.

Stóra verkefnið er varnarleikurinn
„Stóra verkefnið í kjölfar breytinganna er varnarleikurinn. Aðal hafsentaparið (miðjan í vörn) á HM fyrir tveimur árum voru Didda og Sunna [Hildigunnur Einarsdóttir og Sunna Jónsdóttir] og á EM í fyrra voru Steinunn [Björnsdóttir] og Berglind [Þorsteinsdóttir] helst í því hlutverki. Enginn þeirra er með núna. Fyrir vikið verðum við að gefa nýjum leikmönnum tíma til þess að ná takti í þeirri stöðu. Ég er ánægður með þær stelpur sem hafa komið inn. Það eru framfarir í öllu því sem við höfum verið að gera í hverju nýju verkefni,“ segir Arnar sem vonast til þess að færri breytingar verði á næstu áru.
Saman næstu árin
„Þetta er ungt lið, ungur hópur. Ég læt mig dreyma um það að þetta geti verið okkur lið næstu fjögur, sex, átta og jafnvel tíu ár að uppistöðu til sem væri frábært og gæfi okkur tækifæri til þess að vinna vel með ákveðin atriði,“ segir Arnar.
Aðeins fjórir leikmenn í HM-hópnum hafa tekið þátt í fleiri en 50 landsleikjum og enginn hefur náð 100 landsleikjum.

„Við höfum misst út leikmenn á besta aldri frá 33 til 35 ára. Þar með eru þær elstu 27 til 28 ára. Okkur vantar leikmenn á ákveðnu aldursbili. Við verðum að huga að því að svona bil myndist ekki aftur. Um leið hefur farið úr ákveðin reynsla en einnig skapast tækifæri. Ég er spenntur fyrir að vinna með þessum hóp á komandi móti og í framtíðinni. Hæfileikarnir og viljinn eru fyrir hendi. Ég er sannfærður um að með tíma, leikjum og fleiri verkefnum eigi þessi hópur eftir að gera það gott í framtíðinnni,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari.
Myndskeiðsviðtal við Arnar í heild er að finna ofar í þessar grein.




