- Auglýsing -
Leik ÍBV og KA/Þór í Olísdeild kvennasem fram átti að fara í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað til morguns, sunnudag. Ástæðan er sú, eftir því sem fram kemur í tilkynningu mótanefndar HSÍ, að ekki var flogið frá Akureyri í morgun. Til stendur að flauta til leiks klukkan 14 á morgun, sunnudag.
Tveir leikir til hafa verið færðir framar á daginn af þessu sökum; HBH – Fram 2 í Grill 66-deild karla hefst klukkan 14.15 og viðureign ÍBV og Fram í bikarkeppni 3. flokks hefst klukkan 16.30. Báðar viðureignir verða leiknar í Vestmannaeyjum.
- Auglýsing -



