- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Sandra átti stórleik í 13 marka sigri í Eyjum

- Auglýsing -

ÍBV vann stórsigur á KA/Þór, 37:24, í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum en með leiknum lauk áttundu umferð deildarinnar. ÍBV færðist upp að hlið ÍR í annað til þriðja sæti með 12 stig með þessum sigri. KA/Þór er áfram í fjórða sæti með 9 stig.


ÍBV átti harma að hefna eftir tap, 30:25, í fyrri viðureign liðanna í KA-heimilinu í haust.

Viðureignin var jöfn framan af og aðeins var þriggja marka munur í hálfleik, 18:15, ÍBV í hag. Eyjaliðið breytti um vörn þegar á leið leikinn. Við það riðlaðist sóknarleikur KA/Þórs til muna og hver sóknin á eftir annarri endaði í handaskolum.

Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 10, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 5, Amelía Dís Einarsdóttir 5, Agnes Lilja Styrmisdóttir 4, Ásdís Halla Hjarðar 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Britney Cots 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1, Klara Káradóttir 1.

Mörk KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladóttir 6, Trude Häkonsen 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Susanne Pettersen 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Herdís Eiríksdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Anna Petrovic 1.

Hrafnhildur Hanna með ÍBV eftir langt hlé

  • Tengingar HBStatz við mótakerfi HSÍ (Advania) hafa legið niðri síðan í hádegi í dag. Af þeim sökum er ekki hægt að sækja gögn frá mótakerfi HSÍ til að stofna leiki.
  • Útsending Handboltapassans rofnaði þegar innan við tvær mínútur voru til leikslok.
  • Handbolti.is sendir bestu þakkir til Eyja fyrir afrit af leikskýrslunni svo mögulegt væri að segja frá úrslitum leiksins og markaskorurum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -