- Auglýsing -
- Danski handknattleiksmaðurinn Nikolaj Markussen hefur ákveðið að láta gott heita af handknattleiksiðkun næsta sumar, 37 ára gamall. Markussen skaut fram á sjónarsviðið fyrir 16 árum og voru miklar vonir bundnar við hann. Lék Markussen, sem 212 sentimetrar á hæð, m.a. með Atlético Madrid BM og Veszprém auk danska félagsliða. Undanfarin fjögur ár hefur Markussen leikið með TTH Holstebro undir stjórn Arnórs Atlasonar.
- Markussen hefur ekki leikið með danska landsliðinu um nokkurra ára skeið. Hann var í sigurliði Dana á HM 2019 og EM 2012 og í silfurliðinu á EM 2013 á HM á Spáni.
- Hatadou Sako markvörður heimsmeistara Frakklands í handknattleik kvenna hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Evrópumeistara Györ í Ungverjalandi. Sako, sem þykir vera einn besti markvörður heims um þessar mundir, var með samning til ársins 2027. Vegna þess að henni líkar lífið hjá Györ og félagið kann að meta hennar framlag var ákveðið að ganga í gerð langtímasamnings.
- Sænski hornamaðurinn Isak Persson, sem varð Evrópumeistari með SC Magdeburg í vor, hefur samið við danska liðið GOG frá og með næsta keppnistímabili. Eftir skammtímasamningir Persson við Magdeburg rann út sumar sem leið gekk hann til liðs við HK Malmö í heimalandi sínu. Persson vill meiri áskorun á ferlinum en leika í sænsku úrvalsdeildinni og flytja sig yfir til eins af betri liðum dönsku úrvalsdeildarinnar.
- Mikill vafi leikur á um hvort besti markvörður Dana, Althea Reinhardt, verði klár í slaginn á HM síðar í þessum mánuði. Eftir tveggja mánaða fjarveru þá mætti Reinhardt til leiks með danska meistaraliðinu Odense Håndbold um liðna helgi gegn Krim Ljubljana í Meistaradeild Evrópu. Reinhardt hafði aðeins verið á vellinum í þrjár mínútur þegar hún fór af velli vegna meiðsla.
- Reinhardt hefur glímt til hnémeiðsli síðan í haust og virðist vera sem þau hafi tekið sig upp á ný í áðurnefndum leik. Hún á fyrir höndum rannsóknir á næstu dögum.
- Það þó huggun harmi gegn fyrir Helle Thomsen landsliðsþjálfara Danmerkur að Anna Kristensen markvörður Esbjerg og danska landsliðsins átti stórleik með Esbjerg í 12 marka sigri liðsins á Buducnost í Meistaradeildinni um helgina.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -





