- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Stórt tap Framara í Kriens

- Auglýsing -

Fram tapaði illa fyrir svissneska liðinu HC Kriens-Luzern í viðureign liðanna í 3. umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í Pilatus Arena í Kriens í kvöld, 40:25. Leikmenn Fram sáu aldrei til sólar, ef svo má segja þegar keppt var innan dyra. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 23:11. Framarar hafa tækifæri til þess að hefna fyrir tapið þegar liðin mætast í Lambhagahöllinni eftir viku.


Eftir nokkurt jafnvægi á fyrstu 10 mínútunum, að því undanskildu að heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin, þá skildu leiðir er HC Kriens-Luzern skoraði 10 mörk gegn þremur frá 10. til 20 mínútu. Mestur varð munurinn 13 mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks, 22:9.

Síðari hálfleikurinn markaðist af þeim fyrri. Munurinn mikill og ekkert sem benti til þess að heimamenn myndu glopra forskotinu úr höndum sér.

Niðurstaðan stórt tap í fyrsta útileik Fram í Evrópudeildinni.

Fram er stigalaust í neðsta sæti D-riðils að loknum þremur umferðum. HC Kriens er með fjögur stig. Porto, sem vann Elverum, 29:25, í Noregi í kvöld er efst með sex stig. Elverum er með tvö stig.

Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik með Porto gegn Elverum, skoraði níu mörk og gaf tvær stoðsendingar.


Mörk Fram: Kjartan Þór Júlíusson 7, Dagur Fannar Möller 3, Rúnar Kárason 3, Theodór Sigurðsson 3, Eiður Rafn Valsson 2, Erlendur Guðmundsson 2, Ívar Logi Styrmisson 2, Max Emil Stenlund 2, Viktor Sigurðsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 9, 25% – Breki Hrafn Árnason 0.

Mörk HC Kriens-Luzern: Marc Bader 10, Luca Sigrist 5, Valentin Wolfisberg 5, Milos Orbovic 5, Radojica Cepic 3, Ben Zimmermann 3, Ammar Idrizi 3, On Langenick 2, Wyatt Aellen 2, Quentin Fuchs 1, Nils Flückiger 1.
Varin skot: Kevin Bonnefoi 16, 43,2% – Jannis Scheidiger 0.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -