- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Snitsel og þýsk hádegisstemning hjá Val

- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna ætla að bjóða upp á þýska hádegisstemningu í N1-höllinni á Hlíðarenda á morgun, föstudag, á milli 11.30 og 13.30. Tilgangurinn er að kynna síðari viðureign Vals og þýska liðsins HSG Blomberg-Lippe í forkeppni Evrópudeildar sem fram fer á sunnudaginn og einnig til að fjármagna þátttökuna í Evrópukeppninni. Boðið verður upp á snitsel og meðlæti og rennur ágóði sölunnar í ferðasjóðinn.


„Eins og áður hefur komið fram þurfa stelpurnar að fjármagna Evrópuævintýrið sitt sjálfar — og nú fáum við öll tækifæri til að styðja þær með fullum maga og góðu skapi!

Á matseðlinum verður:
Þýsk hádegisstemning – schnitzel með meðlæti, á aðeins 3.900 kr. pr.mann.


Frábært tækifæri fyrir alla Valsara, vinahópa og fyrirtæki til að koma saman, borða vel og sýna stelpunum stuðning!

Staður: Veislusalur Vals, Hlíðarenda, 2. hæð.
Föstudag 14. nóvember kl. 11:30 – 13:30.
Fjölmennum öll, styðjum stelpurnar og höfum gaman!,“ segir í tilkynningu Vals í dag.

Miðasala á leikinn á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -