- Auglýsing -
Daníel Þór Ingason og Petar Jokanoviv markvörður eru í leikmannahópi ÍBV sem leikur við Fram í 10. umferð Olísdeildar í kvöld. Báðir hafa þeir verið utan liðsins vegna meiðsla síðustu vikum.
Jokanovic tognaði á lærvöðva í fyrri hálfleik í viðureign ÍBV og Aftureldingar laugardaginn 18. október. Daníel Þór meiddist á öxl þegar óhapp varð við tökur á markaðsefni fyrir HSÍ í Vestmannaeyjum viku áður en Jokanovic meiddist.
Jokanovic meiddist gegn Aftureldingu
Daníel Þór úr leik vikum saman – slasaðist við upptökur á efni fyrir HSÍ
- Auglýsing -




