Einar Baldvin Baldvinsson sá til þess að Afturelding hafði annað stigið úr viðureign sinni við jafnteflisglaða leikmenn Þórs, 23:23, í síðasta leik 10. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Einar Baldvin varði skot Hafþórs Más Vignissonar, leikmanns Þórs, á síðustu sekúndu viðureignarinnar. Skot Hafþórs kom upp úr fléttu sem Þórsarar lögðu á ráðin um í leikhléi örfáum sekúndum fyrir leikslok.
Hafþór Már var að leika sinn fyrsta leik með Þór eftir fjarveru vegna meiðsla.
Ihor Kopyshynskyi, fyrrverandi leikmaður Þórs, skoraði jöfnunarmark Aftureldingar úr vítakasti sem Árni Bragi Eyjólfsson vann 30 sekúndum fyrir leikslok.
Mínútu fyrir leikslok varði Einar Baldvin vítakast frá Oddi Gretarssyni. Þá stóðu leikar, 23:22, fyrir Þór sem með marki hefði náð tveggja marka forskoti.
Afturelding var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10:8. Framan af síðari hálfleik voru Mosfellingar einu til tveimur mörkum yfir. Þórsarar jöfnuðu metin og síðustu 10 til 15 mínúturnar voru hnífjafnar og spennandi.
Afturelding er þar með í öðru sæti Olísdeildar með 15 stig, er stigi á eftir Haukum, en stigi framar en Valur.
Þór er í 10. sæti með sjö stig, tveimur stigum ofar en Selfoss en stigi á eftir HK og Stjörnunni.
Mörk Þórs: Þórður Tandri Ágústsson 5, Brynjar Hólm Grétarsson 4, Halldór Kristinn Harðarson 3, Oddur Gretarsson 3/1, Hákon Ingi Halldórsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Hafþór Már Vignisson 1, Igor Chiseliov 1, Kári Kristján Kristjánsson 1.
Varin skot: Nikola Radovanovic 9/1, 29%.
Mörk Þórs: Ihor Kopyshynskyi 6/2, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Oscar Sven Leithoff Lykke 3/1, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Sveinur Olafsson 2, Einar Baldvin Baldvinsson 1, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 14/2, 37,8%.
Tölfræði leiksins hjá HBstatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.



