- Auglýsing -
- Arnór Viðarsson skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í öruggum sigri HF Karlskrona, 37:30, á Amo HK á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Karlskrona er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 10 leiki.
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sex mörk fyrir Amo HK. Hann gaf einnig fjórar stoðsendingar og þótti skara fram úr leikmönnum Amo í leiknum. Amo HK situr í 10. sæti með níu stig að loknum 11 viðureignum.
- Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir Chambéry er liðið sótti heim og vann Sélestat, 29:27, á útivelli í 10. umferð frönsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Chambéry færðist upp í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið hefur 11 stig eftir 10 leiki.
- Jón Ísak Halldórsson skoraði tvö mörk í níu marka sigri Lemvig á Midtjylland, 32:23, á heimavelli í næstefstu deild danska handknattleiksins í gærkvöld. Lemvig færðist upp um tvö sæti, í 7. sæti deildarinnar, með þessu sigri. Liðið hefur 11 stig eftir 11 leiki. Skive og Aarhus Håndbold er efst með 18 stig hvort lið.
- Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -




