Tveir síðustu leikirnir fyrir vetrarleyfi í Olísdeild kvenna fara fram í dag. KA/Þór tekur á móti Selfoss og Stjarnan fær ÍBV í heimsókn. Þegar flautað hefur verið til leiksloka í Hekluhöllinni í Garðabæ í kvöld hafa níu umferðir af 21 verið leiknar. Næstu viðureignir eru ráðgerðar laugardaginn 13. desember. Vetrarfríið er vegna þátttöku kvennalandsliðsins á heimsmeistaramótinu sem hefst í Hollandi og Þýskalandi miðvikudaginn 26. nóvember.
Auk leikjanna í Olísdeild kvenna verða fjórir leikir í Grill 66-deild karla í dag.
Olísdeild kvenna:
KA-heimilið: KA/Þór – Selfoss, kl. 15.
Hekluhöllin: Stjarnan – ÍBV, kl. 16.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild karla:
Sethöllin: Selfoss 2 – Valur 2, kl. 13.30.
Kaplakriki: ÍH – Hvítu riddararnir, kl. 14.
Lambhagahöllin: Fram 2 – Grótta, kl. 15.
Ísafjörður: Hörður – HBH, kl. 18.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Leikir dagsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.





