Liðin tvö sem flestir spá mestri velgengni í Grill66-deild karla í handknattleik á keppnistímabilinu, ÍR og Hörður frá Ísafirði, hófu keppnistímabilið í kvöld með því að tryggja sér tvö stig úr viðureignum sínum á útivelli.
ÍR lagði Fjölni, 34:27, í hörkuleik í Dalhúsum. Alltént í hörkuleik af hálfu Breiðholtsliðsins sem komst yfir, 11:4, um miðja fyrri hálfleik. Arnar Freyr Guðmundsson skoraði 11 mörk og Kristján Orri Jóhannsson 10 fyrir ÍR-liðið sem virðist svo sannarlega vera til alls líklegt jafnt í orði sem á borði.
Arnar og Kristján bættust í hópinn hjá ÍR-ingum í sumar. Sá fyrrnefndi steig upp úr meiðslum en Kristján Orri kom til félagsins frá Kríu.
ÍR náði mest ellefu marka forskoti í síðari hálfleik, 27:16, áður en Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, slakaði aðeins á klónni.
Hörður vann Vængi Júpiters, einnig í Dalhúsum, síðar í kvöld með 22 marka mun, 42:20. Sendu Harðarmenn skýr skilaboð til annarra liða í deildinni með þessum stóra sigri á leikmönum Vængjanna. Staðan í hálfleik var 17:11 fyrir Ísafjarðarliðið.
Í þriðja leik kvöldsins vann ungmennalið Selfoss ungmennalið Vals með sex marka mun, 29:23, í Sethöllinni á Selfossi eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:13.
Fjölnir – ÍR 27:34 (14:20).
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 5, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Brynjar Óli Kristjánsson 3, Ríkharður Darri Jónsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Elvar Þór Ólafsson 2, Jón Bald Freysson 2, Brynjar Loftsson 1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1.
Mörk ÍR: Arnar Freyr Guðmundsson 11, Kristján Orri Jóhannsson 10, Eyþór Waage 4, Bjarki Steinn Þórisson 4, Dagur Sverrir Kristjánsson 3, Ólafur Haukur Matthíasson 2.
Vængir Júpiters – Hörður 20:42 (11:17).
Mörk VJ.: Gísli Steinar Valmundsson 5, Gunnar Valur Arasson 3, Aron Heiðar Guðmundsson 3, Jónas Eyjólfur Jónasson 3, Viktor Orri Þorsteinsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 1, Sigþór Gellir Michaelsson 1, Ragnar Áki Ragnarsson 1, Hlynur Már Guðmundsson 1.
Mörk Harðar: Guntis Pilpuks 6, Jón Ómar Gíslason 6, Óli Björn Vilhjálmsson 5, Siguru Hikawa 5, Þráinn Ágúst Arnaldsson 5, Daniel Adeleye 4, Mikel Amilibia Arrista 3, Leviente Moriente 3, Endjis Kusners 2, Kenya Kasahara 1, Suraio Carneiro 1, Ásgeir Óli Kristjánsson 1.
Selfoss U – Valur U 29:23 (18:14).
Mörk Selfoss U: Guðjón Baldur Ómarsson 6, Haukur Páll Hallgrímsson 5, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Vilhelm Freyr Steindórsson 4, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Sölvi Svavarsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 2, Alexander Hrafnkelsson 1, Sæþór Atlason 1.
Mörk Vals U.: Andri Finnsson 5, Ísak Logi Einarsson 5, Breki Hrafn Valdimarsson 4, Jóel Bernburg 3, Knútur Gauti Eymar Kruger 3, Róbert Nökkvi Petersen 2, Þorgeir Arnarsson 1.