- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Selfoss fagnaði sigri í KA-heimilinu

- Auglýsing -

Lið Selfoss vann sanngjarnan sigur á KA/Þór í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag, 27:23. Þetta var aðeins annar sigur Selfoss í deildinnni og sá fyrsti frá 9. október er Stjarnan var lögð að velli, 29:28, í Sethöllinni.

KA/Þór hafði unnið Selfoss tvisvar sinnum í haust og vetur þegar liðin mættust í KA-heimilinu í dag. Fyrri sigurinn var í deildarkeppninni í haust og sá síðari í Powerade-bikarnum í lok október. Eins og þar segir, eftir því sem sigurleikjunum fjölgar þá styttist í tapið og það átti við KA/Þór í dag.


Eftir jafnan leik framan af síðari hálfleik tók Selfossliðið af skarið þegar á leið og var með þriggja marka forskot í hálfleik, 16:13. Selfyssingar héldu frumkvæðinu allan síðari hálfleik. Sóknarleikur KA/Þórs gekk ekki sem skildi og var e.t.v. að þakka góðum varnarleik Selfoss-liðsins sem var afar ákveðið að þessu sinni.

Selfoss fer þar með inn í vetrarleyfið eftir erfitt tímabil til þessa með sigri.
KA/Þór hefur átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum og aðeins krækt í eitt stig af sex mögulegum.

Næstu leikir liðanna fara fram 13. desember. KA/Þór sækir þá Hauka heim en Selfoss fær ÍBV í heimsókn.


Mörk KA/Þórs: Trude Blestrud Hakonsen 6, Susanne Denise Pettersen 6, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 3/3, Unnur Ómarsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 7, 26,9% .

Mörk Selfoss: Hulda Hrönn Bragadóttir 6, Hulda Dís Þrastardóttir 5/4, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Mia Kristin Syverud 3, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Inga Sól Björnsdóttir 1, Sylvía Bjarnadóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 7, 23,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -