Stórleikur FH-ingsins Garðars Inga Sindrasonar gegn KA varð til þess að hann var valinn leikmaður 10. umferðar Olísdeildar karla þegar sérfræðingar Handboltahallarinnar gerðu upp umferðina í vikulegum þætti sínum í sjónvarpi Símans. Garðar Ingi skoraði 13 mörk í 13 skotum sem er einstakur árangur. Einnig var Garðar Ingi með fimm sköpuð færi og tvo unna bolta í vörninni.
Sigursteinn Arndal þjálfari FH er valinn þjálfari umferðarinnar í þriðja sinn.
Nokkrir leikmenn eru í fyrsta sinn á keppnistímabilinu í liði umferðarinnar.
Lið 10. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Sveinn Brynjar Agnarsson, ÍR.
Hægri skytta: Rúnar Kárason, Fram, 2*.
Miðjumaður: Garðar Ingi Sindrason, FH, 2*.
Vinstri skytta: Jökull Blöndal Björnsson, ÍR.
Vinsta horn: Andri Finnsson, Val.
Línumaður: Þórður Tandri Ágústsson, Þór.
Markvörður: Björgvin Páll Gústavsson, Val, 2*.
Varnarmaður: Þorgils Jón Svölu- Baldursson, Val.
Þjálfari umferðarinnar: Sigursteinn Arndal, FH, 3*.
(*Hversu oft í liði umferðarinnar)
Leikmaður 10. umferðar: Garðar Ingi Sindrason, FH.





