Ómar Darri Sigurgeirsson hefur slegið í gegn hjá FH í vetur um leið og ábyrgð hans hefur vaxið jafnt og þétt. Ómar Darri skoraði átta mörk gegn KA í síðustu viku og verður í eldlínunni með samherjum sínum í kvöld þegar þeir sækja ÍR-inga heim í Skógarsel í upphafsleik 11. umferðar Olísdeildar karla.
„Hann hefur tekið risaskref í vetur. Hans haust og fyrstu tíu leikir hafa verið stórkostlegir,“ segir Einar Ingi Hrafnsson, annar sérfræðinga Handboltahallarinnar, um FH-inginn unga sem hefur ekki langt að sækja handboltahæfileikana sem eru bæði í föður og móðurættinni.
Samantekt með nokkrum þrumuskotum Ómars Darra og umfjöllun um stórskotalið FH er að finna í myndskeiði hér fyrir neðan.
Nánari upplýsingar um Ómar Darra.


