Ellefta umferð Olísdeildar karla í handknattleik hófst í gærkvöld með viðureign ÍR og FH í Skógarseli. FH vann öruggan sigur og færðist upp í fjórða sæti deildarinnar. FH fór einu stigi upp fyrir KA sem mætir Þór í kvöld í fyrstu viðureign liðanna í Olísdeildinni síðan í maí 2021.
Rík eftirvænting er á meðal stuðningsmanna KA og Þórs fyrir leiknum sem hefst klukkan 19.30 í KA-heimilinu.
Klukkutíma áður en flautað verður til leiks tekur topplið Olísdeildar karla, Haukar, á móti HK á heimavelli klukkan 18.30.
Þriðja viðureign kvöldsins verður á milli Aftureldingar og Selfoss. Liðið mætast að Varmá klukkan 19.
Viðtöl vegna leiks KA og Þórs:
„Þetta er toppurinn á tímabilinu“
Gríðarlega spenntir fyrir grannaslagnum
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla, 11. umferð:
Kuehne+Nagel höllin: Haukar – HK, kl. 18.30.
Myntkaup-höllin: Afturelding – Selfoss, kl. 19.
KA-heimilið: KA – Þór, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.



