- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Andstæðingur Íslands á HM tapaði í Noregi

- Auglýsing -

Serbneska landsliðið, einn andstæðinga íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem hefst í næstu viku, tapaði í gær fyrir ungverska landsliðinu, 29:25, í fyrstu umferð af þremur á alþjóðlegu móti fjögurra kvennalandsliða í Noregi. Í hinni viðureign gærdagsins vann norska landsliðið stórsigur á spænska landsliðinu, 41:19. Norska landsliðið virðist til alls líklegt á HM.


Ungverjar, sem unnu til bronsverðlauna á EM fyrir ári, voru frá upphafi til enda með yfirhöndina í leiknum við Serba. Staðan í hálfleik var 15:10. Serbar voru aldrei langt undan í síðari hálfleik en tókst aldrei að ógna ungverska liðinu af alvöru.

Spánverjinn Jose Ignacio Prades Pons tók við þjálfun serbneska landsliðsins í sumar og virðist meiri jákvæðni og stemning vera í kringum liðið en stundum áður.

Jovana Jovovic var markahæst hjá Serbum með sex mörk. Nafna hennar Jovana Skrobic var næst með fimm mörk.

Anna Albek og Katrin Klujber voru markahæstar í ungverska liðinu með sex mörk hvor.

Íslenska landsliðið mætir serbneska landsliðinu eftir viku á HM.

Gjekstad fer vel af stað

Norska landsliðið undir stjórn Ole Gustav Gjekstad fór illa með spænska landsliðið, vann 22 marka mun, 41:19, eftir að hafa verið 17 mörkum yfir í hálfleik, 23:6. Nora Mørk og Emilie Margrethe Hovden voru markahæstar með sex mörk hvor. Veronica Kristiansen og Kristine Breistøl skoruðu fimm mörk hvor.

Gjekstad tók við þjálfun norska landsliðsins af Þóri Hergeirssyni í upphafi ársins.

Næstu leikir mótsins fara fram á morgun, laugardag. Serbar mæta Spánverjum og Noregur og Ungverjaland eigast við. Síðustu leikirnir verða á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -