- Auglýsing -
-Auglýsing-

Valsmenn tylltu sér í annað sæti

- Auglýsing -

Valur tyllti sér í annað sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir afar öruggan sigur á ÍBV, 34:26, í N1-höllinni á Hlíðarenda. Valsmenn voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 17:10, og gáfu þeir Eyjamönnum ekkert færi á sér í síðari hálfleik. Um var að ræða síðasta leikinn í 11. umferð deildarinnar. Þar með er keppni í Olísdeild karla hálfnuð.

Valur hefur þar með 16 stig í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Haukum sem tróna á toppnum. Afturelding er í þriðja sæti með 15 stig og KA 14 stig í fjórða sæti. ÍBV situr í sjötta sæti með 11 stig, einu meira en Stjarnan og Fram.

Eyjamenn misstu fljótlega öfluga Valsmenn fram úr sér rétt fyrir miðjan fyrri hálfleikinn og náðu aldrei að ógna eftir það.


Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 8/2, Gunnar Róbertsson 6, Daníel Montoro 5, Dagur Árni Heimisson 4, Magnús Óli Magnússon 4, Þorgils Jón Svölu- Baldursson 2, Daníel Örn Guðmundsson 2, Andri Finnsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10, 34,5% – Jens Sigurðarson 1, 12,5%.

Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 5, Hinrik Hugi Heiðarsson 4, Ívar Bessi Viðarsson4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Egill Oddgeir Stefánsson 3, Daníel Þór Ingason 3, Anton Frans Sigurðsson2, Dagur Arnarsson 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 7/2, 22,6% – Morgan Goði Garner 6, 40%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -