- Auglýsing -
Þýska landsliðið sem verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik næsta miðvikudag vann landslið Sviss í tveimur vináttuleikjum. Síðari viðureignin var í Göppingen í gær og lauk með þriggja marka þýskum sigri, 35:32. Staðan í hálfleik var 19:14.
Fyrri viðureigninni lauk með stórsigri Þjóðverja, 35:17, í St Gallen í Sviss á fimmtudaginn.
Leikir Íslands í riðlakeppni HM kvenna:
26. nóvember: Þýskaland - Ísland, kl. 17.
28. nóvember: Ísland - Serbía, kl. 19.30.
30. nóvember: Ísland - Úrúgvæ, kl. 14.30.
- Leikirnir fara fram í Porsche-Arena, Stuttgart.
- Leiktímar að ofan eru miðaðir við Ísland.
- Þrjú lið fara áfram í milliriðla.
- Neðsta liðið fer í keppnina um forsetabikarinn.
- Blaðamaður og ljósmyndari frá handbolti.is fylgir landsliðinu eftir á HM.
- Auglýsing -


