- Auglýsing -
-Auglýsing-

Díana Dögg hefur skrifað undir nýjan samning rétt fyrir HM

- Auglýsing -

Landsliðskonan í handknattleik, Díana Dögg Magnúsdóttir, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska liðið Blomberg-Lippe. Nýi samningurinn gildir til loka leiktíðarinnar vorið 2028. Félagið segir frá þessu í dag.


Díana Dögg kom til félagsins sumarið 2024 eftir fjögurra ára veru hjá BSV Sachsen Zwickau sem einnig leikur í þýsku 1. deildinni.

Díana Dögg hefur stimplað sig inn af krafti með HSG Blomberg-Lippe á síðasta liðlega ári og verið með bestu leikmönnum liðsins.

Blomberg-Lippe lék til úrslita um þýska meistaratitilinn í vor, náði í undanúrslit bikarkeppninnar og í undanúrslit í Evrópudeildinni.

Blomberg-Lippe er í efsta sæti og taplaust í þýsku 1. deildinni og er auk þess komið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar. Einnig á liðið sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst í janúar.

Díana Dögg hefur leikið í Þýskalandi síðustu fimm ár samhliða meistaranámi í flugvélaverkfræði. Áður lék hún með Val en hóf ferilinn með ÍBV enda Eyjakona í húð og hár.

Díana Dögg er í íslenska landsliðinu sem hefur leik á HM á miðvikudaginn gegn þýska landsliðinu. Hún á að baki 66 landsleiki og hefur skorað í 89 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -