- Auglýsing -
-Auglýsing-

Fáir stuðningsmenn í dag en þeim á eftir að fjölga

- Auglýsing -

Fáir íslenskir stuðningsmenn verða í Porsche Arena í kvöld þegar landsliðið leikur við þýska landsliðið í upphafsleik heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik. Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ segir að hann viti um 25 Íslendinga sem verða á leiknum. Þeim fjölgi upp 60 á síðari tveimur leikjunum í riðlinum á föstudag og sunnudag, þegar leikið verður við Serba og Paragvæa.

Þetta eru umtalsvert færri áhorfendur en komu frá Íslandi á leiki landsliðsins á Evrópumótinu í Austurríki fyrir ári. Þá voru á annað hundrað Íslendingar þegar be


Porsche Arena í Stuttgart rúmar 6.000 áhorfendur í sæti.

Uppselt var á leikdaga íslenska landsliðsins fyrir nokkrum vikum, eins og handbolti.is sagði frá.

Sérsveitin er væntanleg

Hópur frá Sérsveitinni, stuðningsmannasveit handboltalansliðanna, mætir til Stuttgart á leikina gegn Serbíu og Paragvæ og leggst eins venjulegar á árar með landsliðunum á stórmótum.

Fyrirhyggjusamir Þjóðverjar

Ástæða þess að uppselt er fyrir löngu á leikdaga íslenska landsliðsins er mikill áhugi Þjóðverja fyrir landsliði sínu. Seldir eru svokallaðir dagpassar sem gilda á báðar viðureignir hvers leikdags. Þjóðverjar eru eins og kunngt er skiplagðir og fyrirhyggjusamir og drifu þar með í að kaupa miða þegar þeir fóru í sölu.

Miðar eru seljast upp á leiki milliriðla

Heita má uppselt á tvo af þremur leikdögum í Westfalenhalle þar sem íslenska liðið leikur vonandi 2., 4. og 6. desember. Í sama milliriðli leikur þýska liðið einnig. Þjóðverjar hafa verið röskir við miðakaupin sem fyrr.

Westfalenhalle í Dortmund rúmar meira en tvöfalt fleiri áhorfendur en Porsche Arena eða tæplega 15 þúsund áhorfendur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -