Arnar Pétursson segir þýska liðið í dag vera nánast skipað sömu leikmönnum og íslenska landsliðið mætti á Evrópumótinu í Innsbruck í Austurríki fyrir ári síðan. „Þetta er öflugt lið með fjölbreytt og mikið vopnabúr,“ segir Arnar andstæðinginn en bætir við að íslenska liðið sjái hvergi bangið.
„Við verðum að mæta þeim af fullum krafti. Þetta er ákveðinn risi sem við erum að fara keppa gegn og við verðum að þora að fara í hann og gera það aftur og aftur þótt það verði sárt og reyni á. Leikur okkar mun snúast um hugrekki og en einnig verðum við að leiða hjá okkur utan aðkomandi atriði sem við ráðum ekki við. Við verðum einnig að njóta þess að vera með og fá eins mikið út úr leiknum og mögulegt er,“ segir Arnar sem hefur farið rækilega yfir allar sex viðureignir þýska landsliðsins á undanförnum vikum og mánuðum.
„Þjálfari þýska liðsins hefur úr stórum hópi að velja og hefur nýtt þá leikmenn mjög vel. Leikmennirnir hafa verið lengi saman. Síðan má geta þess að þýska liðið leikur ákveðna leikaðferð sem er í tísku í Þýskalandi í dag, það er að leika án línumanns. Við verðum að finna lausnir gegn því.
Fyrst og síðast er um sterkt og vel samæft lið reynslumikilla leikmanna,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari.
Lengra viðtal við Arnar er í myndskeiði ofar í þessari frétt.
Viðureign Íslands og Þýskalands hefst klukkan 17 og verður fylgst með henni á handbolti.is.
Síðari leikur riðilsins í kvöld verður á milli Serbíu og Paragvæ.
Þjóðverjar unnu Íslendinga á EM kvenna fyrir ári, 30:19.
Viðureign Íslands og Þýskalands hefst klukkan 17 og verður fylgst með henni á handbolti.is.
Síðari leikur riðilsins í kvöld verður á milli Serbíu og Paragvæ.
HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni
Landslið Íslands á HM kvenna 2025
A-landslið kvenna – fréttasíða.


