„Það var stigmunur á liðunum eins og við mátti búast en við börðumst allan tímann. Orkan var góð og ég er mjög stolt af liðinu og frammistöðu okkar,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir sjö marka tap fyrir Þýskalandi, 32:25, í upphafsleik heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í Porsche Arena í Stuttgart í kvöld.
Elín Rósa skoraði þrjú mörk í leiknum. Ísland var undir, 18:14, að loknum fyrri hálfleik.
„Þýska liðið refsaði grimmt þegar við náðum ekki að skila boltanum nógu vel af okkur en þegar sóknarleikurinn gekk betur þá varð leikur okkar betri og við áttum í fullu tré við þær. Við byggjum bara ofan á þetta fyrir næstu viðureign á föstudaginn,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir.
Lengra viðtal við Elínu Rósu er í myndskeiði hér fyrir ofan.
Sjö marka tap í hörkuleik í Stuttgart
HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni
Landslið Íslands á HM kvenna 2025
A-landslið kvenna – fréttasíða.



